Death Sword er PC útgáfa af Barbarian sem var mikill hittari á níunda áratugnum. Leikurinn, sem ég kynntist fyrst á C64 tölvunum, snýst um það að tveir sterkir bardagamenn berjast við hvorn annan með sverðunum sínum. Persónurnar í leiknum voru stórar og gátu gert mörg mismunandi brögð. Barbarian var gefinn út á þeim tíma sem epískar kvikmyndir og teiknimyndasögur tröllriðu öllu og ber leikurinn óneitanlega keim af því.
Það voru tvær mismunandi útgáfur í leiknum en spilunin var sú sama í þeim báðum. Í annari þeirra berst þú við stöðuvatn og skóg en hin hefur að geyma annan söguþráð. Zack, sem er vondur galdrakarl, hefur rænt fallegri prinsessu og það þarf sko alvöru hetju til að bjarga henni. Þú verður að sigra átta af bardagamönnum Zacks áður en þú færð að berjast við Zack í kastalanum hans og bjarga prinsessunni. Þarftu betri sögu? Ef einhverjum finnst sagan svipa til sögunnar í fyrstu Conan The Barbarian myndinni (með Arnold Schwartzenegger í aðalhlutverki) þá hefur hann sko ekki rangt fyrir sér. Tónlistinn í leiknum svipar meira að segja til tónlistarinnar í myndinni.
Death Sword er í raun og veru báðir Barbarian leikirnir runnir saman í einn. Í byrjun færðu að velja hvorn hlutann þú vilt spila. Þrátt fyrir að PC útgáfan sé ekki jafn góð og C64 útgáfan er samt gaman að spila leikinn. Grafíkin og tónlistin er góð miðað við CGA grafík og að leikurinn notast við innbyggða PC hátalarann. Stjórnunin er stærsta vandamálið og var hönnuð með stýripinna í huga. Eins og í mörgum leikjum sem hafa verið færðir yfir á PC úr öðrum tölvum þarftu að stjórna með átta tökkum (U,I,O,J,K,N,M) og vinstri Shift er skottakkinn. Ef þú ert ekki með stýripinna þá á þér örugglega eftir að finnast erfitt að spila leikinn út af stjórnuninni.
Ef að stjórnun er ekkert vandamál fyrir þig eða ef þú átt stýripinna skaltu endilega prófa Death Sword og ekki láta það koma þér á óvart þó að þú límist við skjáinn, sveiflandi skjáinn á meðan æðarnar í þér fyllast af adrenalíni.