Þessi umfjöllun mun líklegast vera hlutdræg, þar sem ég elska öll LucasArts ævintýrin sem voru gerð á tíunda áratugnum. Day of the Tentacle er hreinlega stórkostlegur. Leikurinn er fullur af húmor, fyndni kaldhæðni, áhugaverðum persónum og jafnvel enn áhugaverðari bakgrunni og stöðum. Ákaflega gaman að spila hann, og til að leysa hann, verðuru að láta ímyndunaraflið hlaupa laust :)
Stjórnborðið er venjulegt - þú hefur nokkrar grundvallarskipanir neðst og þú verður að vinna
þig í gegn með því að nota þær. Söguþráðurinn er góður og heldur þér uppteknum og skemmtum endalaust. Þegar það kemur að tæknilegu hliðinni, þá er grafíkin fallega teiknuð og lætur þig pottþétt hlæja annað slagið. Tónlistin og hljóðin eru ekki síðri. Semsagt, algjör fjársjóður sem enginn ætti að missa af!