Budokan er einn af fyrstu EA-leikjunum og var búið til árið 1989. Það var strax augljóst að ef þeir héldu áfram að búa til slíka leiki yrðu þeir einn af stærstu tölvuleikjafyrirtækjum heims, sem þeir eru nú orðnir. Það vantar ekkert í þennan leik. Frá upphafi til enda er hann fullkomlega hannaður, er með ótrúlega flotta grafíka og er þar að auki algjörlega vanabinandi.
Það eru 4 fræðigreinar til að velja um: karate, kendo, nunchaku og bo. Svo er einn auka dojo þar sem þú getur valið þér vopn og barist við tölvuna, eða annan leikmann með öðruvísi vopn. Í öllum fræðigreinunum veluru hvort þú viljir æfa einn eða á móti tölvuna, og þú getur valið hversu erfitt er að berjast við tölvuna. Hver dojo er öðruvísi og hefur sérstakan bakgrunn, sem er hreinlega æðislegur.
Leikurinn skapar andrúmsloft þar sem þér finnst eins og þú ért í alvörunni upp á eitthvert dularfullt fjall. Þegar þú ert komin með leið á því að æfa þig, eða spila á móti tölvunni, og hefur náð tökum á leiknum, skaltu endilega taka þátt í keppninni. Í keppninni er stutt lýsing á leikmanninum, hæfni og hæfileikar hans, og mynd. Það er ótrúlegt að þetta allt skuli passa í einungis 700kb kóða. Þetta er svo sannarlega stórfenglegt listaverk frá Electronic Productions.