Brjálaða ofurtölvan Skynet Titan hefur hertekið plánetuna Chromos. Í örvæntingafullri baráttu berjast síðustu Drullsarnir (íbúarnir á plánetunni eru kallaðir Drulls) á móti yfirþyrmandi óvini sínum. Verk þitt, sem einn af síðustu hershöfðingjunum sem eru enn á lífi, er að berjast í gegn um svæði óvinarins til þess að komast að og eyðileggja Skynet Titan í eitt skipti fyrir öll.
Það fyrsta sem þú munt taka eftir þegar þú kveikir á leiknum er að skjánum er skipt í tvo hluta. Vinstra megin tilheyrir þér og þínum hermönnum á meðan sá hægri tilheyrir óvininum, sem getur verið spilaður af annað hvort tölvunni (eins og glöggir lesendur giskuðu kannski á) eða af annari manneskju. Bardagakerfið er í senn einfalt og einstakt. Á meðan þú færir herinn þinn getur andstæðingurinn notað einhvern úr sínum her til að skjóta á hermenn þína sem eru í færi. Eftir að þú hefur fært þinn her þá getur þú skotið og óvinurinn getur fært sinn her.
Fyrstu borðin virðast frekar einföld en það breytist fljótlega. Herinn þinn samanstendur af land-, sjó- og flugher og þarft þú að nota hann skynsamlega þar sem þú lendir yfirleitt í því að vera með fámennara lið en andstæðingurinn. Gerfigreindin er langt frá því að vera heimsk þannig að þú verður að nota öflugasta vopnið þitt, landslagið. Allt í hernum er mjög háð landslaginu. Svifnökkvi getur t.d. farið yfir sjó og fen en þarf að fara framhjá öllum hæðum. Hermennirnir þínir verða fljótt sprengdir á opnum svæðum en eru öruggari ef þeir eru faldir í skóg eða uppi á fjalli.
Í nokkrum borðum finnurðu byggingar eins og vöruhús eða verksmiðjur sem hermennirnir þínir geta lagt undir sig. Þessar byggingar geta skip sköpum í stærri bardögum, sérstaklega þar sem þú getur gert við þín betri hergögn. Hver einasta hereining sem lifir af bardaga fær reynslupunkta þannig að það er betra að kalla herinn til baka og gera við þær heldur en að fórna þeim.
Ef þú ert að leita að krefjandi herkænskuleik þá er Battle Isle akkurat það sem þú ert að leita að. Ólíkt þeim rauntíma herkænskuleikjum sem eru í gangi í dag þá þarftu að hugsa mjög vel um hvert einasta skref í leiknum og þá sérstaklega þegar þú ert kominn lengra í leikinn.
En því miður er Battle Isle ekki gallalaus. Hljóð og grafík hafa ekki staðist tíman tönn eins vel og Dune 2 t.d. Stærsta vandamálið er samt stjórnkerfið. Þú ÞARFT að kíkja á bæklinginn áður en þú byrjar að spila leikinn, annars veistu ekkert hvað þú átt að gera. Um leið og þú ert búinn að læra almennilega á stjórnkerfið þá áttu vonandi eftir að njóta leiksins eins vel og ég. Þrátt fyrir að vera ekki gallalaus að þá er vel þess virði að prófa þá krefjandi hönnun sem ríkir í borðunum í leiknum og fjölspilunarmöguleikan.
Með leiknum fylgir fyrsta viðbótin fyrir Battle Isle sem er alveg sér leikur. Þegar þú kveikir á leikjunum fer fyrsta fjölspilunarkortið sjálkrafa í gang. Þú finnur greinagóða skýringu á því hvernig á að byrja leikinn í skránni start.txt sem fylgir leiknum.