Ég man ennþá eftir því þegar ég las gömlu umfjöllunina frá 1984. Þegar C64 útgáfan kom út, og var einn besti leikur ársins (samkeppnin var Ghostbuster, Beach Head og Blue Max...).
Það byrjaði svona:
Loksins ákváðu leikjaframleiðendurnir að snúa til baka í sögunni. Það var aðeins spurning um tíma hvenær einhver myndi ákveða að búa til leik þar sem þú gætir breytt fortíðinni. Þetta er einn frumkvöðull í greininni. Leikurinn gerist seint á 15. öldinni, þú ert sá sem uppgötvaði Nýja Heiminn - Christopher Columbus. Þú getur drepið alla innfædda, eða þú getur breytt sögunni og komið í veg fyrir blóðsúthellingar.
Jæja, þetta var allavegana skrifað í gömlu Júgóslavnesku tölvutímariti sem heitir Moj Mikro. En það er svo margt fleira við þennan leik en að breyta sögunni. Núna, 20 árum seinna, er þessi leikur ennþá jafn skemmtilegur og góður og hann var þá. Þú byrjar á Spáni þar sem þú getur heimsótt dómsalinn (en ekki gera þér erfitt fyrir, farðu bara þegar þú ert viss um að þú átt skilið að fá extra pening fyrir ferðum þínum)!í gamla heiminum getur þú líka keypt varning, séð hvernig þér gengur, og vistað leikinn. Þegar þú ert tilbúinn getur þú farið um borð, og farið á ferðalag til hins óþekkta. En farðu varlega, þú getur ekki tekið óendanlega mikið af mati, varningi og gulli, svo þú verður stundum að ákveða hvað þú ætlar að skilja eftir, því þú verður að hafa það allra nauðsynlega (til dæmis mat). Ég man að það var mjög skemmtilegt að skoða nýja heima þegar commodore64 skapaði tilviljunarkenndan heim sem var ólíkur öllum heimsálfum sem ég hef nokkurn tíman séð.
Eftir smá stund á sjó finnur þú land (eins og Columbus, finnuru land í Vestur Indíum fyrst) án þess að breyta stefnu. Þú getur ákveðið að skoða friðsamlega svæðið og skipta við innfædda eða... og seinna grafa líkin. Valið er þitt.
Passaðu þig á stöðu vopnanna þegar þú gengur inn í þorp. Ef þú ert kærulaus, munu innfæddir verða óvinveittir, og ef þú ert á varðbergi er líklegra að þú komist inn í miðbæ, þar sem höfðinginn gæti verið að bíða eftir þér. Þú getur aðeins átt vöruskipti ef þú hittir höfðingjann og ef hann vill það. Stundum kemst þú ekki hjá átökum, því jafnvel þó þú passir þig þegar þú gengur inn í þorpið gætu innfæddir safnast í kring um þig - rekast á þig og verða drepnir. Þá mun höfðinginn ekki birtast. Þú gætir reynt að heilla þá, og ef þeir vilja samt ekki skipta, þá getur þú reynt mútur. Oftast, í lokin, vinnur græðgin, og þú sérð að það er miklu auðveldara að slátra þeim, heldur en að skipta við þá.
Ég vona að þér líki vel við leikinn, því að hann er einn af þessum frábæru klassísku! Til að hann virki sem best þarftu að nota nýja DosBox 0.62 - sem þú finnur á síðunni okkar!
Einu manualarnir sem ég fann voru fyrir Commodore - annað hvort C64 eða Amiga, og leikurinn er ekki alveg eins, svo þú verður að finna suma hluti út sjálfur (gömlu erfiðu leiðina).