Ég var ekki alveg viss um í hvaða flokk ég ætti að setja þennan leik, en á endanum ákvað ég að (her)kænska ætti mest við, þar sem hún spilar stærst hlutverk í spiluninni. Samt sem áður, þá er Supaplex miklu meira en bara (her)kænskuleikur. Hann er líka pakkaður með hasar sem gerir hann ótrúlega dýnamískan og áhugaverðan. Þú ert í hlutverki galla í tölvu sem er gerður í mynd Pac-man. Í hverju borði þá áttu að borða öll atómin og komast á endastaðinn. Til að gera þetta þarftu að forðast vírusvarnirnar sem eru táknaðar með skærum, eldveggir sem líta út eins og stórar sprengjur, skammhlaup sem munu steikja þig, og marga fleiri áhugaverða tálma. Þú munt þurfa að skipuleggja ferð þína í gegnum borðin vel. Það eru 120 borð samtals. Hljóðið er frábært og fyllir „tilfinninguna“ fullkomlega. Grafíkin er mjög flóandi og auðveld fyrir augun. Þetta er mjög skemmtilegur leikur sem mun gefa þér daga, jafnvel mánuði af skemmtun. Hugmyndin er frumleg, framkvæmdin er gallalaus, þannig að ég sé ekki hvers vegna hann ætti ekki að eiga skilið að fá 5 í einkunn! Sterklega mælt með!