Zool 2 hefur alla góðu hlutina úr upprunalega Zool: hraða, auðveld stjórnun og teiknimyndalega grafík. Það eru líka stórtækar bætur sem láta mann vilja spila nýja leikinn, þetta er ekki bara yfirborðskennt framhald. Fyrir utan "andlitslyftingu" í grafíkinni, þá sérðu fleiri "virka hluti" og "extras" til að safna: heilsu-pakkar, skyldir, sprengjur o.s.frv. Þú getur líka valið hvort þú vilt vera "Zool" eða "Zoolie". Það er samt sama skapraunin og í Zool 1 - maður verður of fljótt þreyttur á leiknum.
Því miður, er leikurinn næstum því óspilanlegur á hröðum vélum. Ég fór í gegnum helvíti til að fá hann til að virka! Ef þú ert með eitthvað hraðara en Intel Pentium 200 og gamalt 72-pin minni (mikilvægt smáatriði), þá getur þú líklegast ekki spilað hann. Ekkert forrit (eins og Bremze) getur hægt á honum. Hermar eins og DOSBox eða vélar eins og VMware hjálpa ekki heldur. Svo ef þú átt super tölvu þá ættiru að gleyma þessu, nema þú sért mjög góður á að hægja á software. EF þú veist leið til að spila Zool 2 á 500 MHz+´CPU's - þá endilega segðu okkur hvernig.