Sagan um plánetuna Dune hefur birst í sögufrægri bók, sögufrægri kvikmynd og auðvitað í sögufræmum leik! Ég er frekar viss um að þú hafir einhverntíma orðið fyrir þessum leik fyrst þú ert á þessari síðu! Óteljandi svefnleysisnætur, gistingar hjá vinum, stefnumót sem maður missti af... Dune 2 gerði það sama fyrir rauntíma herkænskuleiki og Wolfenstein 3D gerði fyrir fyrstu persónu skotleiki. Ég get með góðri samvisku sagt að hann sé faðir allra nútíma rauntíma herkænskuleikja. Aðaluppbyggingin er vel þekkt, horfandi í gegn um sjónarhorn fuglsins byggirðu bækistöð, með þeim byggingum og verksmiðjum sem eru í boði hverju sinni, og byggir upp her sem er nógu öflugur til að sigra andstæðingana. Þú getur valið á milli allra ‘húsana’ sem eru Atreides, Harkonnen eða Ordos. Öll liðin eru með sín eigin vopn, byggingar, öflugri vopn. Eftir hvert verkefni færðu svo nýjar byggingar og ný vopn. Aðalmarkmiðið er að leggja undir sig plánetuna Dune eins og hún leggur sig. Eins og skjáskotin sýna er grafíkin ekkert rosaleg ef hún er miðuð við leiki í dag en árið 1992 var svo flókin grafík og cut-scenes sjaldgæf sjón. Tónlistin og hljóðin fá A+ og er ekki hægt að kvarta yfir þeirri deild. Ef þessi umsögn fékk þig ekki til að halda að þessi leikur væri yfirnáttúrulegur þá ráðlegg ég þér að hala honum niður og skoða hann sjálf(ur). Þú munt þakka mér það seinna.
ATH: Þetta er bætt útgáfa af leiknum (v1.07). Bætingin eykur mjög við stöðuleika (frýs ekki lengur út af radar eða starport), spilun og gerir það að verkum að leikurinn virkar eðlilega með hljóði á Windows XP.