Alien Breed, framleiddur af hinum vel þekktu Team17, er hasarleikur sem var upprunalega gerður fyrir Amiga, en var svo yfirfærður á PC okkur til mikillar ánægju. Þú byrjar leikinn sem hugrakkur hermaður sem þarf að berjast og drepa allt sem í vegi hans verður.
Hverju máttu búast við?
Geimverum, fullt af þeim í öllum stærðum og gerðum.
Og hvernig losna ég við þær?
Með hugs.. eh, byssum, sem þú nærð í í byrjun leiksins. En þú verður að passa þig því skotfæri eru af skornum skammti og þú þarft að finna fleiri skot í pökkum á gólfinu.
Hvað annað get ég tekið upp af gólfinu?
Þú getur tekið upp “heilsu” sem er auljóslega nauðsynleg til að lifa af. Þú getur líka tekið upp lykla sem þú notar til að opna hurðar. Það góða er að þú getur opnað hvaða hurð sem er með hvaða lykli sem er, en það slæma er að þú getur fest í leiknum ef þú klárar lyklana þannig að það er best að nota þá sparlega. Þú þarft ekki að opna allar hurðar. Þú getur líka tekið upp peninga, sem fyrri íbúar stöðvarinnar hafa líklega skilið eftir.
En af hverju þarf ég pening í herstöð fullri af geimverum?
Það er netkerfi, kallað Intex, innbyggt í stöðina, en það er bara ein tölva í hverju borði. Þú getur keypt allskonar vopn og verkfæri í gegn um þessa tölvu, sem þú kveikir á með því að smella á “alternate fire”. Þú getur líka skoðað kort af borðinu ásamt öðru nytsamlegu. Það er líka gott að vita, í ljósi þess að þú getur ekki vistað leikinn, að að þú notar Intex tölvurnar til þess að hlaða á milli borða eftir að hafa klárað þau.
Jæja, leikurinn hljómar allavega vel, en hvernig lítur hann út?
Fólk segir að sjón sé sögu ríkari, þannig að þú getur skoðað skjáskotin hér til hliðar og dæmt um það sjálf(ur). Mitt persónulega álit er það að leikurinn lítur frekar vel út miðað við aldur, en þú gætir þurft smá tíma til að venjast sjónarhorninu, þar sem þú horfir niður á leikinn.
Hann lítur vel út, en hvernig hljómar hann?
Hljóðið er allt í lagi en kannski svolítið þreytandi til lengdar, en svo lengi sem það er ekki PC Speaker þá er það bara gott mál :)
Hmm. Ég er við það að fara að hala honum niður, en hver er lokadómurinn?
Þessi leikur er mjög skemmtilegur! Um leið og þú ert búinn að venjast honum getur hann orðið ávanabindandi, en ef þú vilt halda geðheilsunni ættirðu að vita að Alien Breed getur verið mjög erfiður og jafnvel pirrandi á tímum. Hins vegar, ef þú ert góður spilari gætir þú lent í færri vandamálum en ég. Það er hægt að spila leikinn tveir í einu, og eins og sagt er: Því fleiri því betra (eða í þessu tilfelli, auðveldara).
Punktar: Í ljósi þess að Team17 bannar dreifingu á leikjunum sínum höfum við Windows endurútgáfu meðtalda sem hægt að að nálgast á þessari síðu:
http://homepage.ntlworld.com/xavnet/alienbreed