Ég ætla ekki að ljúga að þér, kæri lesandi, en ef að það var einhver hryllingsmynd sem að gerði mig hræddan, þá var það A Nightmare on Elm Street. Þó svo að mörg ár séu liðin síðan ég sá hana, þá hræðir hin skrýtna saga og aðstæður sem að persónunar lenda í í myndinni mig ennþá. (þó í minna mæli en þegar ég sá myndina fyrst) Þess vegna var það freistandi að spila þennan leik og sjá hvort að hann nær að halda andrúmslofti myndarinnar.
Sagan:
Í byrjun fær spilarinn að velja hvaða persóna hann vill vera, hver persóna hefur sína eigin sérstöku getu. Eftir að hafa valið persónu átt þú að reyna að bjarga hinum 5 persónunum frá skörpu klónum hans Freddy. En áður en þú getur gert það verður þú fyrst að finna út hvar hann á heima...
Þegar þú hefur fundið út hvar hann á heima verðuru að fara í gegnum “völundarhús-líknandi” húsið hans safnandi lyklum, toga í rofa og vinna hjörð af skrýtnum og hrollvekjandi óvinum.
Þú munt smá saman ferðast lengra og lengara inn í húsið hans og brjálæði.
Jákvæðir hlutir:
Ég verð að segja að leikurinn náði að halda allavega eitthvað af andrúmsloftinu í myndinni. Stundum þá geturu alveg fundið fyrir því að Freddy er að ná þér og vonar að þú munt ekki hlaupa inn í botngötu. Grafíkin (þó að hún er ekkert tilkomumikil) náði að kalla fram dimma og martraðarlíka tilfinningu. Borðin eru ansi “völundarhúsleg” og þó svo að ég hata venjulega völundarhús þá passar það akkurat inn í þennan leik. Spilarinn mun verða áttavilltur, og tilfinningin af að vera fastur inni í martröð mun fara um hann. Óvininir eru mismunandi og óvenjulegir, sem dæmi hinir illu hjólastólarnir. Bara það að sum vopn virka betur á sumar verur gefur smá herkænsku gildi í leikinn. (sem að bjargar honum frá því að vera hack-and-slash leikur)
Neikvæðir hlutir:
Því miður þá hefur A Nightmare on Elm Street nokkur augljós vandamál. Það mest áberandi er það að leikurinn verður leiðilegur ansi hratt, þú getur bara hlaupið um að berjast við hjólastóla og safnandi peningum áður en nýjung leikins fer í burtu (ekki það að leikurinn sjálfur er eitthver rosaleg nýjung til að byrja með).
Annar neikvæður hlutur er tónlistin, sem að maður varla tekur eftir í leiknum.
Og þetta er ekkert rosalega erfiður leikur (allavega ekki fyrir mig).
Niðurlag:
Hvað getur maður sagt? A Nightmare on Elm Street er góður leikur til að spila þegar þér leiðist og ert í skapi fyrir “hraðan” leik. Hann er hvorki sérstakur nér eitthvað rosalega lélegur. Hann er bara lítill leikur sem að getur gefið þér skemmtun í allavega nokkrar mínútur.