Þetta er sagan af Fótbolta Stráknum:
"Árið er 1994; djúpt í útgeimnum er geimveran Scab að snúast um vetrarbrautina, leitandi að plánetum sem verðlaunagripum, til að bæta í safnið sitt. Radarinn hans Scab finnur hinn fullkomna hlut á plánetunni Jörð! Án þess að eyða tíma, skýtur hann geisla til þess að ná í verðlaunin - Bikarinn úr heimsmeistaramótinu í fótbolta!
Hræðilegt!! Bikarinn færðist um geiminn, en lenti á smástirni, og brotnaði í 5 hluta. Allir hlutarnir lentu aftur á Jörðinni, og dreyfðust um jörðina.
Langt langt í burtu, er Fótbolta Strákurinn heima hjá sér að horfa á sjónvarpið. Án þess að hugsa um sitt eigið öryggi, ákveður hann að fara og finna bikarinn, áður en Heimsmeistaramótið klárast. Tilbúinn í átök, klæddur í uppáhalds búninginn sinn, með boltann undir hönd, ekkert mun stoppa hann í för sinni að finna bikarinn.
Soccer Kid er arcade leikur þar sem, eins og þú sérð að ofan, þú átt að finna öll brotin af
bikarnum áður en HM klárast! För þín mun ekki vera einföld, síður en svo. Þú þarft að ferðast um jörðina til þess að finna alla 5 hlutana af bikarnum, og setja þá saman. Þú munt hitta marga óvini á för þinni, og þú getur bara drepið þá með því að kasta boltanum þínum í þá. Auðvitað mun það sprengja marga bolta, það gerist fyrir bestu menn. Á hverju borði hefur þú takmarkaðan fjölda af boltum, það fer eftir hversu erfitt borðið er. Þegar þú tapar
bolta, eða sprengir hann, ýttu á space bar, þangað til að annar bolti birtist!
Grafíkin er mjög teiknimyndaleg, og mér finnst það frábært! Tónlistin er mjög góð, til dæmis þegar þú byrjar nýtt borð, þá heyrir þú flautu, alveg eins og heyrist í byrjun fótbolta leiks.
Það eina sem mér mislíkaði var möguleikinn á að vista. Þú getur ekki vistað oft, bara eftir 2 eða fleiri borð, og það er ekki alltaf auðvelt að ná "savepoint".
4 í einkunn, vegna of fárra savepoints og línulegra borða. Samt, þetta er frábær leið til að
eyða frítíma.
ATHUGIÐ: Til að spila leikinn í DosBox, verðuru að breyta skránni dosbox.conf (sem þú finnur í DosBox möppunni), finna (einhverstaðar neðarlega) "ems=true", og breyta því í "ems=false". Einnig væri það ráðlegt að breyta því aftur þegar þú ert hættur að spila! Þá mæli ég með því að þú notir D-Fend.