Ég hef vanalega ekki gaman af textabyggðum leikjum, þannig að ég hlakkaði ekki til að skrifa þessa umfjöllun, en þegar ég spilaði leikinn aftur (eftir svo mörg ár) fannst mér hann í alvörunni skemmtilegur.
Þegar ég spilaði hann í fyrsta skipti var Hringadróttinssaga bara einhver skáldskapur fyrir mér (ég hafði ekki lesið það þá), en eftir að ég las allar bækurnar (líka Hobbitann og Silmarillion), þá jafði ég algjörlega nýtt sjónarhorn.
Það er engin betri leið til að vera trúr bókinni en að gera textabyggt ævintýri. Allir aðrir leikir sem hafa komið út úr Hringadróttinssöguseríunni nýlega eru byggðir á kvikmyndunum, sem er léleg tilraun til að setja klassík á silvurskjáinn.
Fyrst verð ég að vara þig við, ÞÚ VERÐUR AÐ HÆGJA Á TÖLVUNNI til að geta spilað þennan leik. Ég spilaði hann í DOSBox á 90 til 190 „riðum“ og það virkaði mjög vel (of hratt og þú munt vera í alvarlegum vandræðum). Ef skjárinn er tómur í byrjuninni ættirðu bara að ýta á space. Það hjálpar ef þú setur tónlist á (leikurinn er ekki með neina).
OK, núna ertu tilbúin(n) til að spila, þannig að hérna er sagan:
Þú getur verið annað hvort Fróði eða Sámi.
Leikurinn fer með þig inn í seinni hluta bókanna þar sem föruneytið hefur klofnað og bara Sámi og Fróði eru enn á leiðinni til Mordor til að eyða hringnum. Þeir hitta Smjagal á leiðinni og nota hann sem leiðsögumann.
Þú færð í rauninni ekki að eyða hringnum, en þú þarft að komast til dimma turns Saurons. Til að gera það, þarftu að komast fram hjá Skellu, köngulónni sem át ljósið í gamla daga áður en fólkið kom til Miðgarðs.
Það eru margar leiðir til að klára leikinn, einni er lýst í laiðbeiningunum, en farðu varlega - þær eru gamlar og þurfa leiðréttigar (passaðu þig líka að villast ekki á leiðinni).
Fyrir alla Tolkien aðdáendur, eða einfaldlega aðdáendur frábærra sagna er þessi leikur eitthvað sem þeir verða að prófa. Þú færð þá reynslu að vera hluti af bókinni.
Ég gef þessum leik 4.