Ef þú ert að leita að raunverulegum fótboltaleik, skaltu bara snúa við :) Sensible Soccer er einfaldur, en samt getur hann verið heilmikil skemmtun. Persónulega var ég aldrei mjög hrifinn af þessum leik, en ég þekki fullt af fólki sem spilar hann endalaust. Þau ganga meira svo langt að fullyrða að þetta sé besti fótboltaleikur allra tíma! :) ég verð að viðurkenna að leikurinn varð frekar vinsæll.
Hann er uppbyggður eins og hver annar fótboltaleikur, og þú getur valið milli vinaleikja, venjulegs keppnis og heimsmeistaramóts. Þú getur valið milli mismunandi lið (þú ættir að geta lesið nöfnin af myndunum). Leikurinn er séður ofan frá, en það sem fór mest í taugarnar á mér var hvernig maður stjónar leikmennina, það er varla hægt að fara í fleiri en tvær áttir í einu án þess að missa boltann. Þetta þýðir að þegar þú færð boltann geturðu hlupið áfram , en ef þú reynir að beygja, og reynir síðan að halda aftur áfram, mun boltinn að öllum líkindum bara rúllast í burtu. Já, ég veit að það er asnalegt, en eftir mikla æfingu þá muntu sennilega ná tækninni, rétt eins og vinir mínir gerðu. :) Leikurinn fer mjög hratt, og treystu mér, þú munt þurfa góð og hröð viðbrögð til að geta verið með af einhverju ráði.
Grafíkin eru fyndin, og hljóðgæðin ekkert sérstök. Leikurinn er í sjálfri sér ekkert sérstakur, en fær 3 stjörnur fyrir að vera skemmtilegur, þó svo að hann skortir fjölmörg atriði. Hins vegar getur hann verið mjög vanabindandi, þannig að passið ykkur. :)