Á meðan Rockstar er góður leikur frá Wizard Games, þá er hann líka ávanabindandi.
Þú ert í hlutverki leiðtoga klassískrar rokkhljómsveitar, og markmið þitt er að ná hámarksvinsældum:
Þú nærð því með því að semja lög, spila á ýmsum stöðum (allt frá hverfinu þínu til Ameríku og Evrópu), taka upp plötur eða sóló, skrifa undir samninga við stór eða sjálfstæð plötufyrirtæki, halda partí með grúppíum og fylgja alltaf „Sex, Drugs and Rock'n'Roll“.
Þetta er ekki leikur fyrir börn. Hann inniheldur gróft málfar og vafasama hegðun.
Reyndar muntu oft vera beðin(n) um að taka inn ýmsar gerðir af eiturlyfjum sem hafa mismunandi áhrif á heilann og líf þitt sem hrörnandi stjarna. Þú verður að fara gætilega, sum munu gefa þér meiri „sköpunargáfu“, önnur munu skemma þig meira og gera þig háða(n).
Tilvera er ekki mjög „heilsusamlegur“ lífstíll, þú munt stundum þurfa að fara til læknis eða sálkönnuðar, fara í frí til að slaka á (það eru ýmsir möguleikar, frá „Sunny Britain (Sólbjörtu Bretlandi)“ til „Paradise Island (Paradísareyju)“), eða jafnvel, í versta falli, slaka á í geðsjúkrahúsi eða komast í meðferð.
Þetta mun augljóslega koma þér niður í djúpt þunglyndi...
Þú þarft að fara gætilega vegna þess að of mikil ruglingsleg hegðun mun leiða til þess að þú deyrð.
Þú getur líka breytt nöfnunum á hljómsveitunum sem tölvan hefur stjórn á í alvöru hljómsveitarnöfn og gert leikinn þannig raunvörulegri. Eða jafnvel fyndnari. Það getur verið fyndið að lesa línur eins og „you’re invited to a wild rave party led by Pavarotti“ (Pavarotti býður þér í vilt reif partí) eða „your granny invites you to take some amphetamines“ (amma þín býður þér að taka amfetamín).
Jæja, ef þú kemst inn í þennan leik muntu pottþétt njóta hans, þannig að taktu up Stratocasterinn þinn og byrjaðu að æfa þig.....einn daginn gætirðu orðið rockstjarna!
Þarf DOSBox til að virka vel.