Rambo III



Rambo III, spilaður í sjónarhorni fuglsins, er skotleikur sem er byggður á Rambo myndunum sem voru vinsælar á níunda áratugnum. Leikurinn er mjög sannur þriðju myndinni í ljósi þess að hann fjallar um gamla kekkjótta hermanninn John Rambo og ævintýri hans í Afganistan. Markmið þitt í leiknum er að bjarga ýmsum vinum þínum sem hafa verið rænt af vondu Sovíet mönnunum (endingarbestu vondukallar í sögu tölvuleikja) og er haldið í gíslingu í Afgönsku virki. Með aðstoð nokkurra Afganskra frelsisbardagamanna er þér smygglað inn í virkið, en eftir það ertu einn á báti.

Leikurinn er fáránlega óraunverulegur en samt mjög skemmtilegur. Hvernig getur amerískur hermaður sem er ber að ofan með hníf að vopni ráðið við nokkur hundruð reiða Sovíetmenn með AK-47 riffla er þrælgóð spurning. Allavega, á leið þinni í gegn um kastalann mætir þú alls kyns andspyrnu, eins og t.d. hundum. Uppfinningasemin í leiknum kemur á óvart þegar það kemur að hlutum sem þú getur notað. Til dæmis geturðu náð í bein til að kasta að hundunum og fundið næturgleraugu til að sjá í myrkri og þar fram eftir götunum. Þetta er í raun það sem spilunin og sagan gengur út á.

Virkni: Virkar fínt með Dosbox.
Hljóð: Ekkert hljóð svo ég viti til.
Grafík: Einstaklega góð miðað við árið 1989: 256 litir og frekar litlir punktar (pixlar).

Stjórnun: Þetta er líklega veikasti hlekkurinn í leiknum, en ef þú ert vanur gömlum hasarleikjum þá ætti þér að ganga vel: Músin hreyfir þig, músarhnappurinn stingur eða skýtur, space (bil) til að skoða hvaða hluti þú ert með og til að velja á milli þeirra. Ég lenti oft í því að festast í húsgögnum (býst við því að Rambo hafi verið of kjötmikill til að komast í gegn um hurðar!). Stjórntækin virðast kannski soldið skrýtin í fyrstu en þú ættir að venjast þeim frekar fljótlega.

Allt í allt á Rambo III skilið 4 í einkunn út af því hversu furðuleg stjórntækin eru og hversu óraunveruleg vopnin eru. En í raun er leikurinn samt frekar flottur og framúrstefnulegur miðað við aldur. Upp á það hversu fljótur maður er að læra á hann að þá ætti meðal leikjaspilari að lenda í veseni til að byrja með en um leið og það venst verður frekar auðvelt að skilja stjórntækin.

Mín skoðun er sú að leikurinn er skemmtilegur og ætti að halda þér við efnið tímunum saman ef þú ert alvarlegur spilari. Ef þú fílaðir myndirnar og hasarinn ættirðu að prófa leikinn. Ef þú ert meiri herkænsku/herma spilari á þessu leikur kannski ekki við þig.

ATH
Samkvæmt Sebastianos er hægt að velja á milli skjákorta, hljóðkorta og stjórntækja (mús, lyklaborð, stýripinni) með því að eyða út CONFIG.DAT (auðvitað úr sömu möppu og leikurinn er í) áður en hann er keyrður upp.


Reviewed by: Indignus IV Download Rambo III | Abandonia

Dear Abandonia visitors: Help us keep Abandonia free with a small donation. Abandonia is like an old gaming arcade with only original games. Abandonia helps you have fun four hours and years. If Abandonia is useful to you, please help us forget fundraising and get back to Abandonia.


When Abandonia was founded it was to collect and present all old games where the copyright protection had been abandoned, hence the term ’abandonware’ and the site name Abandonia.com. We are still keeping the site open and free and will appreciate your support to help it stay that way.

‐ Thank you from the Abandonia Team

We are trying to make it easy for people in every country to donate. Please let us know how we could make it easier for you.

Please give whatever you can to help us.

Amount: Currancy:

or
select language!
Icelandic
password:
not a member yet? register here! forgot your password? reset here!

Download Rambo III


User Reviews

If you like this game, you will also like

 
genre:
Action
theme:
Shooter, Warfare,
perspective:
 
genre:
Hermar
theme:
perspective:
Ninja Casino Games


Your Ad Here