“Paperboy eða blaðburðardrengurinn er einfaldur en skemmtilegur leikur heilalaus leikur. Þú leikur strák sem er að reyna að fá blöðin sín í réttu húsin á meðann hann reynir að forðast hindranir. Veggi,bíla,girðingar,rúllandi dekk og meira að segja fólk reynir að stöðva þig. Þú hefur fimm líf til notanna, í hvert skipti sem þú klessir á eitthvað þá tapar þú lífi. Þú ert með takmarkað magn af dagblöðum , og þú getur náð í fleiri blöð með því að keyra á bunka af blöðum á gangstéttinni. Þegar þú hjólar hjá húsi og “subscriber” birtist á ástands mælinum, þá kastarðu blaði. Þú færð fleiri stig ef þú hittir á ákveðna staði, eins og póstkassann, útidyra hurðina eða ruslatunnuna.”
(tekið úr umfjölluninni um paperboy skrifað af Danny252)
Vitandi að framhaldið af Paperboy ætti að vera betri útgáfa , en ætti samt að halda upprunalegu hugmyndinni. Þá segi ég að þessi leikur er einmitt þannig.
Í þetta skiptið þá getur þú valið hvrot að þú sért Blaðburðardrengur eða Blaðburðastelpa. Það er enginn munur, nema aðeins mismunandi mynd af stelpunni og stráknum. Húsin sem þú átt að bera út eru á báðum hliðum götunnar og þú getur hjólað í gegnum garða hjá fólki(ef þig langar til þess). Það eru líka fleiri hindranir (sem innihalda Skolpleiðsluskrímsli, eldspúandi griffönum og draugum).
Á enda hverrar leiðar þá geturðu farið í aukaborð og þá áttu að reyna að bera út eins mikið af blöðum og þú getur.
Grafíkin er búin að batna alveg heilmikið og hljóðið er gott (það er engin tónlist en það eru hljóð sem hitta í mark. Stillingarnar eru ennþá einfaldar, en ég verð að segja ykkur hvernig þið kastið blöðunum þú ýtir á “,” til þess að kasta til vinstri og “.” Til þess að kasta til hægri
Svo að endilega njótið framhaldsins, útaf því að það er frábært og rosalega skemmtilegt!