Kings of the Beach er enn einn leikurinn til að bætast í röð Electronic Arts af frábærum íþróttaleikjum. Það má með sönnu segja að á tíunda áratugnum hafi EA verið “on a role”, eins og maður segir víst á ensku. Eins og hinir leikirnir er Kings of the Beach einfaldur, gæðamikill og mjög skemmtilegur. Það er ekki beinlínis hægt að um hvað leikurinn snýst, þetta er einfaldlega strandblak leikur. Þú getur spilað á móti tölvunni eða vinum þínum. Það er hægt að velja um tvennt: æfingaleiki og keppni. Í æfingaleikjunum þá æfiru þig og fullkomnar færni þína og kunnáttu. Þegar þér finnst þú vera tilbúin/n skráiru þig í keppninni og þar geturu keppt á móti fjöldann allan af andstæðingum, og getur lesið stuttar lýsingar á þeim. Og vitanlega, því lengra sem þú kemst í leiknum, því færari eru andstæðingar þínir, og því meira ögrandi verður leikurinn.
Grafíkin eru fín en ekkert framúrskarandi, en þjóna þó sínum tilgangi. Hljóðgæðin eru ágæt líka. Þannig að leikurinn fær 4 í einkunn vegna þess að hann gerir akkúrat það sem hann á að gera, ekkert minna, ekkert meira. Frábær leið til að slappa af, dreifa hugann og spila smá strandblak á heitri strönd Kaliforníu.