Goblin serían er í uppáhaldi hjá mér! Þeir eru fyndnir, sniðugir og vondir í stíl við Tomma & Jenna (og við elskum þá, er það ekki?). Að spila þennan leik er rosalega skemmtilegt. Þú munt líklega fara að smella á ýmsa hluti, og gleyma að klára leikinn, bara til að sjá hvað gerist við karakterinn þinn þegar hann notar hlutina. Leikurinn byrjar með 2 goblinum, og á leiðinni færðu stjórn á fleirum líka. Hver einasti notar hluti á mismunandi hátt. Að klára borð er ekki auðvelt verk þar sem það þarf mikið ímyndunarafl, seiglu, og þolinmæði. Samt sem áður, þá muntu elska þennan leik. Grafíkin er frábær. Þú munt ekki trúa þínum eigin augum. Hljóðbrellur eru líka góðar. Ég hef heldur ekkert út á spilanleika að setja. Ég held að þetta sé meira en nóg fyrir 5 í einkunn! Prófaðu hann, þú sérð ekki eftir því