Colonization, ásamt Civilization, er einn af bestu leikjum Sid Meiers. Hann er viðfelldinn, vanabindandi, skemmtilegur, ögrandi, og ofar öllu, sannkallað meistaraverk. Umhverfið er víðþekkt. Þú byrjar sem landkönnuður frá landi sem þú velur. Það eru fjögur lönd sem hægt er að velja um: Spánn, Frakkland, Niðurlöndin og England, og hvert þeirrra hefur sína kosti og galla. Sem landkönnuður, er það þitt verkefni að uppgötva Ameríku (eða annað land af handahófi) og koma á fót dimplómatískt samband með þeim innfæddu og öðrum landkönnuðum sem hafa það markmið að leggja undir sig sem mest land. Auk sambandsins, verður þú að hafa eftirlit með pólitísk sambönd við föðurlandið þitt, koma á fót flutninga- og viðskiptaleiðir, þjálfa vinnumenn, hafa umsjón með borgum, rannsaka landið og nýta tiltækar auðlindir skynsemislega. Lokamarkmiðið þitt er að lýsa yfir sjálfstæði og síðar berjast gegn árásum föðurlandsins. Þegar þú hefur framkvæmt þetta þarftu ekki lengur að borga konungi þínum skatt og ert algjörlega frjáls. Þessi leikur er svo flókinn og margþættaður að þú munt sennilega læra eitthvað nýtt í hvert skipti sem þú spilar hann. Möguleikarnir eru endalausir og hver leikur spilaður er einstakur. Grafíkin eru falleg og þægileg. Leiðsögnin er auveld og þú lærir það fljótlega. Leikurinn gæti virst vera erfiður í fyrstu, en þú lærir grundvallaratriðin á mjög stuttum tíma. Tónlistin og hljóðið eru frábær. Allt í allt fær þessi snilldarleikur 5 skínandi stjörnur!